Páskabingó 2025

Hið árlega páskabingó Foreldrafélags Hvassaleitisskóla fer fram miðvikudaginn 9. apríl kl. 18 í Hvassó. Húsið opnar 17.40 og bingóspjaldið kostar 500 krónur.
Páskabingó Hvassó nær nýjum hæðum á hverju ári og er mest sótti viðburður félagsins. Eins og alltaf verður nóg af glæsilegum vinningum í boði. Í ár mun samfélagslögreglan sjá um bingóstjórnina og Júlí Heiðar & Dísa skemmta gestum.
6. bekkur sér um veitingasölu og öll börn verða að vera í fylgd með foreldrum.