Stórafmæli Hvassó
12. nóvember s.l. fögnuðum við 60 ára afmæli Hvassaleitisskóla.
Í tilefni dagsins gerðu allir nemendur fallegar afmælisveifur sem prýða nú matsal skólans.
Undir lok skóladagsins hittust svo allir á sal skólans, afmælissöngurinn var sunginn og nemendur gæddu sér á afmælisköku. Í maí verður blásið til afmælishátíðar þar sem við munum fagna þessum merku tímamótum í sögu skólans með öllu skólasamfélaginu.
Við hlökkum til að halda áfram að skrifa sögu Hvassaleitisskóla með ykkur.