Aðventuhátíð Hvassó 2024

Aðventuhátíð Hvassó 2024

Aðventuhátíð Hvassaleitisskóla var haldin fimmtudaginn 28. nóvember. 

Eins og í fyrra fór hún fram eftir skóla svo fjölskyldur og vinir gætu notið með okkur og á sama tíma var jólaföndur foreldrafélagsins í íþróttasalnum. Starfsfólk Hvassaleitisskóla var með stöðvar og bása á skólalóðinni og þar var boðið upp á skemmtilega jólaleiki, margvíslegt góðgæti o.fl. Jólasveinninn og jólaálfurinn kíktu líka í heimsókn eins og sjá má á myndinni.