Aðventuhátíð og jólaföndur
Aðventuhátíð Hvassaleitisskóla verður haldin fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 17:00 til 18:30 á skólalóðinni og á sama tíma verður foreldrafélagið með jólaföndur í skólanum.
Boðið verður upp á fjölbreyttar jólastöðvar með skemmtilegum jólaleikjum, góðgæti á grillinu o.fl. Allir velkomnir en börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Góða skemmtun.