Leitin að orkunni

Leitin að orkunni

Fimmti bekkur heimsótti Elliðaárstöð og fór þar í ratleikinn „Leitin að orkunni“. 

Nemendur fóru á milli stöðva og lærðu um orku og vísindi. Kalt var í veðri en þetta var fallegur dagur. Krakkarnir voru vel búnir, með gott nesti og kom það sér vel því heimsóknin var öll úti við. Í lok ferðar gátu þeir síðan leikið sér frjálst á skemmtilegu útileiksvæði. Ferðin tengdist ,,bollasúpu“ og náttúrufræði og var gaman að heimsækja Elliðarárdalinn.