Syngjandi skóli
Allir fimmtudagsmorgnar í Hvassó byrja á söngstund í íþróttasalnum. Nemendur æfa sig að syngja tvö lög með sínum umsjónakennurum fyrr í vikunni og koma því vel undirbúnir til leiks. Að hittast svona vikulega styrkir okkur í því hvernig við högum okkur á viðburðum. Við getum verið fyrirmyndir fyrir aðra, fyrir utan það náttúrulega að söngur almennt bætir og kætir
Meðal laga sem hafa verið á dagskránni þetta skólaár eru Ég er furðuverk, Ég er kominn heim, Í síðasta skipti, Þannig týnist tíminn, Vegbúi, Esjan, Larilarilei, Það vantar spýtur, Gemmér gemmér, Glaðasti hundur í heimi og Skína.