Skólinn
Hvassaleitisskóli er 200 barna skóli með nemendum í 1.-7. bekk. Flestir nemendur skólans koma frá leikskólanum Austurborg. Að loknum 7. bekk flytjast flestir nemendur skólans yfir í Réttarholtsskóla þar sem þeir ljúka grunnskólagöngu sinni.
Í Hvassaleitisskóla leggjum við áherslu á að setja nemandann og þarfir hans í fyrsta sæti. Í vetur munum við hefja innleiðingu á leiðsagnarnámi ásamt agastefnunni Jákvæður agi. Á yngsta stigi er kennt eftir aðferðum byrjendalæsis og á miðstigi er þróunarverkefni sem kallast ,,Súpa” sem er þverfagleg kennsla. Í skólanum er starfandi einhverfudeild sem gengur undir nafninu meistaradeild og þar stunda 9 nemendur nám.
Frístundaheimilið Krakkakot er fyrir börn í 1.-4. bekk og félagsmiðstöðin Tónabær býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.
- Iðunn Pála Guðjónsdóttir, skólastjóri
- María Birgisdóttir, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra
- Svanhvít Sveinsdóttir, deildarstjóri faglegs starfs
- Karen Einarsdóttir, tengiliður farsældar
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Hvassaleitisskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.
Fulltrúar í skólaráði Hvassaleitisskóla 2024-25:
Fulltrúar kennara: Brynja Ómarsdóttir og Elín Ragna Þórðardóttir
Fulltrúar nemenda: Muhammed Emin Kiyak og Sindri Snær Ellertsson Thors
Fulltrúi starfsmanna: Júlía Árnadóttir
Fulltrúar foreldra: Inga Helga Halldórudóttir og Lína Hallberg
Fulltrúi foreldrafélags: Guðríður Kristjánsdóttir
Til vara: Gísli Örn Bragason
Fulltrúi skólastjórnenda: Iðunn Pála Guðjónsdóttir, skólastjóri
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Foreldrar/forsjáraðilar þurfa nú að skrá mataráskrift í kerfi Matartímans og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á heimasíðu Matartímans/Abler.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.
Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.
Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Skólareglur
Í aðalnámskrá grunnskóla segir í kaflanum um skólabrag að nemendur þurfa að tileinka sér í daglegu lífi ýmsa þætti til þess að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi þar á meðal samskiptahæfni, virðingu, umburðarlyndi auk skilnings á uppbyggingu lýðræðislegs þjóðfélags. Nemendur þurfa að læra að umgangast hvern annan og allt starfsfólk skóla í sátt og samlyndi, taka ábyrgð á eigin framkomu og hegðun og virða skólareglur.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi Hvassaleitisskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.
Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun.
Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Hvassaleitisskóla.