Svakalega lestrarkeppnin 2025

Hvassó verðlaun 2

Í haust tók Hvassaleitisskóli þátt í Svakalegu lestrarkeppninni 2025. Það er gaman að segja frá því að skólinn hafnaði í 5. sæti 👏 en alls tóku 90 skólar þátt. Nemendur lásu að meðaltali 1.293 mínútur á nemanda á einum mánuði. Þetta er frábær árangur sem við getum öll verið stolt af. 

Blær Guðmundsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir afhentu skólanum sérstaka viðurkenning fyrir þennan glæsilega árangur í byrjun nóvember. Nemendur okkar lögðu sig fram af miklum dugnaði og það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi kviknaði á lestri í tengslum við keppnina. 

Við viljum þakka öllum nemendum sem tóku þátt fyrir frábæra vinnu og foreldrum og forráðamönnum fyrir stuðninginn heima fyrir. Lestur er undirstaða alls náms og þessi árangur sýnir hversu vel okkur gengur að efla lestrarmenningu innan skólans.