Kennsluhættir í Hvassaleitisskóla
Skólinn vinnur eftir aðferðum leiðsagnarnáms með það að markmiði að skapa góðan skólabrag, efla sjálfstæði nemenda, bæta sjálfsmynd þeirra, bæta samvinnu og ná fram árangri hjá öllum nemendum.
Leiðsagnarnám
Skipulag náms og umhverfis á að stuðla að námsmenningu sem einkennist af vaxandi hugarfari, það sé í lagi að gera mistök því mistök eru til þess að læra af þeim og gerðar séu væntingar til allra nemenda um árangur. Kjarninn í leiðsagnarnámi er að nemendur viti til hvers er ætlast af þeim og þeir fái stöðuga endurgjöf frá kennara í gegnum nám sitt um hvað vel er gert og hvað mætti betur fara.
Teymiskennsla
Teymiskennsla er í flestum árgöngum sem þýðir að kennarateymi bera sameiginlega ábyrgð á nemendahópi hvers árgangs en hópnum er skipt mismunandi upp eftir þörfum. Áhersla er lögð á fjölbreytni í kennsluháttum, virkni nemenda, sköpun, rannsóknarvinnu, samvinnu, tjáningu og gagnrýna hugsun.
Læsi í víðum skilningi
Í 1. - 3. bekk er unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis og í 4. – 7. bekk eftir aðferðum Læsi fyrir lífið. Báðar þessar aðferðir leggja áherslu á læsi í víðum skilningi og byggja á að unnið er með tal, hlustun, lestur, lesskilning og ritun þvert á námsgreinar.
Jákvæður agi
Skólinn vinnur eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga þar sem áhersla er á félagslegt réttlæti og jafnrétti í námssamfélaginu. Með jákvæðum aga byggjum við upp færni hjá nemendum til að fást við tilfinningar sínar, eiga farsæld samskipti og læra af mistökum sínum.