Nám og kennsla

Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.
Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.
Mentor
Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar stundatöflur barna sinna, heimavinnu, námsmat, skólasókn og fleira.
Kennsluáætlanir
Í kennsluáætlunum er lýst inntaki námsins og námsmati sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni.
Kennsluhættir
Í Hvassaleitisskóla er nemandinn ávallt í brennidepli og lögð er áhersla á að koma til móts við þarfir hvers og eins í átt að framförum í námi og félagslegum þroska. Skólinn vinnur eftir aðferðum leiðsagnarnáms.
Námsmat
Námsmat í skólanum byggir á leiðsagnarnámi sem metur fjölbreytta hæfni og vinnu nemenda yfir skólaárið. Kennarar færa matið jafn og þétt yfir skólaárið inn á hæfnikort nemenda á www.mentor.is. Nemendur og foreldrar fá reglulegar og skýrar upplýsingar um það sem nemendur eiga að læra og hvaða hæfni þeir eru þegar búnir að tileinka sér. Kennarar leiðbeina nemendum í átt að settum markmiðum. Hæfnikort er fyllt út í öllum námsgreinum í öllum árgöngum yfir allt skólaárið.
Kvarðar á hæfnikortum eru fimm:
Framúrskarandi – Hæfni náð – Á góðri leið – Þarfnast þjálfunar – Hæfni ekki náð.
Viðmið um skólasókn
Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.
Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir.